Hnakkus: Praypride

« Home | Við lifum á umbrotatímum » | Fyrirmæli til aðdáenda minna » | Veðurfræði götunnar » | Hver er ég? » | Ofbeldisjöfnun » | Loksins hefur líf mitt öðlast tilgang! » | Af þjófum og ræningjum » | Skrípó » | Af tvennu illu... » | Hættið að skæla, pabbi er kominn heim. » 

9. nóv. 2007 

Praypride

Sögur af andláti mínu kunna að vera stórlega ýktar en það sama er því miður ekki hægt að segja um ungan mann sem var stappaður til dauða í Hafnarstræti fyrir nokkrum árum af óðum krakkhausum. Á morgun ætlar annar morðingi mannsins, Baldur Freyr Einarsson, í náinni samvinnu við þjóðkirkju Íslands og fleiri söfnuði biblíuberjara að leiða "Bænagöngu" frá Hallgrímskirkju og alla leið niður í bæ. Þar verður alþingismönnum afhent einhver áskorun hverrar innihald ég hlakka til að sjá. Ætli áskorunin snúist ekki um bágan hlut kristinna á Íslandi? Kannski vilja þeir fá tvær þjóðkirkjur! Ein er náttúrulega ekkert rosalega mikið.

Hugmyndina að göngunni átti fyrr téður morðingi, Baldur Freyr, en hann kom fram á sjónvarpsstöðinni Omega fyrir nokkru og tjáði trúbræðrum sínum að samkynhneigðir væru ógeð, að Gay pride væri ullabjakk og að það vantaði mótvægi við þessa ógisslegu gleðigöngu samkynhneigðra því eins og allir vita er miklu verra að knúsa einstakling af eigin kyni en að stappa einstakling af sama kyni til dauða útaf engu. Baldur stakk upp á því í framhaldinu að haldin yrði "Praypride" ganga. Nú er gangan orðin að veruleika (HALLELÚJA!) og mun sérann í Hallgrímskirkju, Jón Dalbú (rofl), blessa viðstadda í umboði íslenska ríkisins og Alþingi Íslendinga mun væntanlega í framhaldinu taka við áskorun frá morðingjanum og ímyndunarveikum fylgismönnum hans.

Finnst ykkur þetta ekki æðislegt??!

Auglýsingarnar sem bulið hafa um praypride gönguna á útvarpsstöðvunum eru samt það besta við þetta allt saman.

"Hefur þú orðið fyrir fíkniefnaneyslu! Einelti! Skuldum! Sjálfsmorði!!"

Já, ég lenti í því að verða skuldugur krakkhaus nýlega og varð þar af leiðandi fyrir slæmu einelti. Síðan skaut ég mig í hausinn og dó. Má ég koma í gönguna ykkar???!

Þessi drengur treystir á fyrirgefningu og umburðarlyndi samborgaranna svo hann megi nú eiga eðlilegt líf.
Hann er hins vegar greinilega ekki tilbúinn til að sýna samborgurum sínum slíkt umburðarlyndi eða fyrirgefningu.

Heyri ég "hræsni" nefnda einhvers staðar?

Ætli það sé tilviljun að þessi hómófóbíski morðingi hafi valið sér fórnarlamb fyrir utan skemmtistaðinn Spotlight?

Nánar hér: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=734291

Er þetta ekki þessi sami Baldur að dansa við Geir Jón yfirlögregluþjón?

http://gudni-is.blog.is/album/Kotmot2007/image/306686/

Ætli þeir gangi Hafnarstræti?

Fyrst að Baldur trúir því að hommar séu ógeð þá hlýtur hann líka að trúa því að þeir fari til helvítis. Ef svo þá verður hann augljóslega að trúa því líka að morðingjar fari til helvítis.
Þannig að ég sé fram á gott partí, Baldur að stikna, ásamt hommum og lesbíum, í helvíti á meðan hann trúir á hvað Guð sé góður.

Hann a´sér bjarta framtíð hann Baldur, þetta eðaleintak af manneskju.

Atvikin voru eitthvað á þá leið að Baldur lét höggin dynja á manninum allt þar til viðstöddum fannst nóg komið og rifu Baldur af honum og héldu honum kyrrum. Þá kallar Baldur til þroskaskerts vinar síns eitthvað á þá leið: "Gunni, kláraðu hann"... sem hann og gerði.

Báðir þessir morðingjar fengu vægan dóm þar sem ekki þótti skýrt fyrir dómi hvor þeirra veitti fórnarlambinu hið raunverulega "náðarhögg".

Þessi Baldur er alvöru psychopati. Hann hefur ekki greind eða getu til að setja sig í spor annarra eða finna til með öðru fólki. Það er alveg sama hvað hann mætir á margar samkomur og frelsast mikið - svona verður hann alltaf.
Svona menn eiga að klára sína afplánun og geymast svo á réttargeðdeildum þar til þeir eru orðnir skaðlaus gamalmenni.

http://www.haestirettur.is/domar?nr=2477&leit=t

Frábær skrif hjá þér og ég tek undir þau frá a-ö.

Bloggaði sjálf um þetta á moggablogginu og það varð allt vitlaust, eða þannig :)

Hér er linkurinn ef þú vilt kíkja

http://maggadora.blog.is/blog/maggadora/entry/360870/

Maður sem er ennþá kallaður Baldur morðingim að vera frelsaður, í svona göngur, er bara hlægileg pæling. Það er hægt að segja allt til að sleppa fyrr út.

Bara að koma því strax á framfæri að þó að Maggi hafi verið fyrir utan Spotlight og að þessi Baldur sé á móti samkynhneigðum, þá var Maggi ekki samkynhneigður. Bara að koma í veg fyrir allan misskilning sem gæti annars orðið.

Þið eruð nú meiri hræsnarinir... hafið þið alldrei gert neitt rangt? logið? stolið? haldið framhjá? baktalað? og náttla hræsnað eins og þið eruð að gera núna.

Ég veit ekki með hina nafna þína sem hafa kommentað hérna en ég sjálfur hef gert flest af því sem þú taldir upp. Ég hef logið og stolið og eflaust hræsnað heilan helling í gegnum tíðina.

Ég á samt enn eftir að myrða, selja dóp og reka hóruhús svo ég hef ennþá efni á að bauna á suma. Og það meira að segja án þess að hræsna! High five!

Sammála síðasta manni. Hverjir eruð þið að dæma hann. Baldur í dag og Baldur fyrir nokkrum árum er ekki sami maður. Það er ekki hægt að segja mér annað en Baldur sjái eftir að hafa tekið líf á hverjum degi, og því þarf hann að lifa með á hverjum degi það sem eftir er. Ég held líka að þið þarna sem eru með þessa sleggjudóma um hann ættu að vera þakklát því að ef hann væri ekki eins og hann er í dag myndi hann koma heim til ykkar og ekki myndi ég vilja fá hann heim til mín.

Baldri er alveg sama hvað við segjum. Hann er búinn að finna frið í Jesú Kristi! Svo stendur líka í biblíunni að það sé bannað að drepa þannig ég hef engar áhyggjur. Annars er þessi krimmaplebbi ekkert aðalatriði. Það er athyglisverðara að ríkisstarfsmenn séu að taka undir vitleysuna og blessa sirkusinn í hommahatri sínu og deleringum.

Mér finnst þessir menn vera gera grín að samfélaginu. Hrokinn og hræsnin skín í gegnum þá.

Ef hann iðraðist raunverulega þess sem hanngerði þá myndi hann gera það einn með sjálfum sér. Mér finnst það ótrúlega hrokafullt að vera hoppa og skoppa á opinberum vettvangi og segjast iðrast voða mikið. Ef þú iðrast einhvers raunverulega, þá gerir þú það ekki svona.

Eitt stykki morð = 3 ár í fangelsi. Ha? Húrra fyrir íslenska réttarkerfinu. Senda svona pakk á fangaeyju einhvers staðar.

Ég fíla hugmyndina um fangaeyju fyrir morðingja. Þá væri hægt að láta hvern fá eitt vopn eins og í einhverri rusl bíómynd sem ég sá á leigunni um daginn. Einn fær lásaboga, annar fær hamar, einhver fær skeggöxi...o.s.fr. Baldur fengi eitt stykki biblíu.Beinar útsendingar úr mýgrúti öryggismyndavéla á eyjunni gætu selst vel og myndu skila hagnaði í ríkissjóð.

Verst að það væri kannski ekkert rosalega mikið action á íslenskri morðingjaeyju...

Þegar Hákon Eydal væri búinn að brytja niður Atla Helga og Baldur biblíuberjara þá væri orðið frekar kyrrt yfir eyjunni og áhorfendum myndi væntanlega fækka í kjölfarið.

Er þetta hann á þessari mynd?

Myndin, sem ég stal af Matthíasi, þarf betri texta. Eða hvað?

Brilliant Elías. Ég hló upphátt eða lol'aði eins og það heitir á internetinu.

Skrifa ummæli